Iðgjöld bílatrygginga hækka með velþóknun Fjármálaeftirlitsins

Síðastliðin fjögur ár hafa iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga hækkað um 25%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7% og verð nýrra bíla lækkað um 13%.

Bílum hefur fjölgað og þar með greiddum iðgjöldum. Eknum kílómetrum hefur hins vegar fækkað. Tjónakostnaður hefur lækkað með verðlækkun bíla og varahluta og það vegur uppá móti hækkun slysa-bóta.

Fjármálaeftirlitið er enginn vinur neytenda í þessum efnum. Það lyftir ekki putta til að gera athugasemdir við iðjaldahækkanir.

Þvert á móti hvatti það tryggingafélögin til þess að hækka iðgjöldin árið 2015. Ekki stóð á félögunum að bregðast við þeirri áskorun, eins og raunin sýnir.