Íkvekjuhætta kom fram í Ford Kuga tvinnbílum – unnið að lausn málsins

Ford bílaframleiðandinn hefur í tilkynningu greint frá því að eftir yfirgripsmikið prófunarferli við þróun Kuga endurhlaðanlega tvinnbílsins hafi komið í ljós að nokkur fjöldi af þessari bílategund hefur lent í vandræðum með að loftræsa hita frá háspennu í rafhlöðunni.

Fram kemur að í örfáum tilfellum hefur þessi kvilli ennfremur leitt til ofþenslu sumra íhluta sem valda um leið hættu á að eldur gæti komið upp. Ford hefur því komið þeim ábendingum til sinna viðskiptavina að stilla á Auto EV (venjulegur gangur) og er þá óhætt að nota ökutækið.

Ford vinnur á alþjóðavísu með sínu tæknifólki að finna orsök vandans og að lausn til framtíðar litið. Ekki liggur fyrir hvenær þeirri vinnu líkur en viðskiptavinir verða upplýstir um leið og niðurstöður liggja fyrir. Vonast er til að fundin verði lausn á vandanum fyrr en síðar.

Ljóst er að viðskiptavinir hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Á meðan er Kuga eigendum endurhlaðanlega tvinnbílins bent á að hlaða ekki háspennurafhlöðuna með hleðslusnúru og nota aðeins akstursstillingu sem kallast Auto EV eins og áður sagði.

Ford ætlar að koma til móts við eigendur og veita þeim fyrsta flokks þjónustu hjá söluaðila sem annast viðgerðina. Ford vill koma á framfæri þökkum til viðskiptavina fyrir að sína þessum vanda þolinmæði. Þetta muni tímabundið að sjálfsögðu orsaka meiri eldsneytisneyslu en ella hefði orðið. Ford ætlar að koma til móts við viðskiptavini og í Noregi til að mynda fá eigendur sem verða fyrir óþægindum vegna þessa gjafabréf fyrir bensínkaupum að verðmæti 5.000 norskra króna til notkunar á Circle K stöðvum þar í landi.

,,Við fórum af stað um leið og þetta komst upp og höfum unnið samkvæmt ferlum frá framleiðanda. Öryggið er sett ofar öllu. Við sendum bréf á okkar kúnna og upplýstum þá í einu og öllu hvað ætti að gera og um næstu skref í málinu. Við fengum síðan aftur tilkynningu frá framleiðenda um að það þyrfti að gera meira og skoða málin betur. Þess dagana bíðum eftir lokalausn og vonandi í þessari viku vitum við nánar um næstu skref,“ sagði Egill Jóhannnsson, forstjóri Brimborgar, í samtali við FÍB.

Egill sagði að segja má að það hafi verið lán í óláni að bílar af þessari gerð töfðust í afhendingu vegna Covid-19. Í innkölluninni hefði verið um 22 bíla að ræða hér á landi og búið er að skoða þá alla. Umboðið hefði ekki afhent bíl af þessari gerð eftir að vandinn kom upp. Lagt var á það áhersla að hlaða ekki bíla heldur nota eldsneyti.