Indverjar styrkja innviði til rafbílaframleiðslu

Indversk stjórnvöld ætla að leggja til 4,6 milljarða dala til fyrirtækja sem vinna að rafbíla- og rafhlöðuframleiðslu. Markmiðið með stuðningi indverskra stjórnvalda er að stuðla að aukinni notkun rafknúinna ökutækja og draga þannig um leið úr notkun jarðeldsneytisbifreiða.

Indverjar eiga langt í land í innleiðingu rafbíla þrátt fyrir hvatningu í þeim efnum á síðustu árum. Töluvert vantar enn upp á alla innviði og hleðslustöðvar eru af skornum skammti í landinu. Í þessari næst fjölmennstu þjóð heims seldust aðeins 3.400 rafbílar á síðasta ári. Á sama tíma seldust hátt í tvær milljónir bensín- og dísilbifreiðar.

Þessi breytta stefna indverskra stjórnvalda eru góð tíðindi fyrir japönsk og S-kóresk fyrirtæki sem eru nú þegar með starfsemi á Indlandi sem lítur að smíði raknúinna farartækja.

Nýja Delí á Indlandi er mengaðasta stórborg í heimi. Indverskar borgir eru einnig í sérflokki hvað varðar fínna svifryk (PM2,5). Fjórtán af fimmtán menguðustu borgunum í þeim flokki eru á Indlandi. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO hvetur indversk stjórnvöld engu að síður til þess að feta í fótspor Kínverja þar sem stjórnvöld hafi tekið mengunina föstum tökum.