Innkallanir á Tesla í Bandaríkjunum – uppgangurinn gríðarlegur

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur orðið að grípa til þess ráðs að innkalla um 140 þúsund Model S og Model X. Fram komu gallar á bílum sem seldir voru í Bandaríkjunum sem geta valdið því að snetriskjáir hætta að virka. Bakkmyndavélar og miðstöðvar virkuðu ekki sem skildi.

Bandaríska umferðaröryggisstofnunin fór fram á innköllunina en um er að ræða Model S bifreiðar sem framleiddar voru 2012-2018. Hún nær ennfremur til Model X jepplinga árgerð 2016-2018. Forsvarsmenn Tesla mótmæltu kröfunni og sögðu hana ekki koma niður á öryggi bílanna. Þeir létu síðan undan og hefjast innkallanir núna í mars.

Gríðarlegur uppgangur er hjá Tesla og nú hefur fyrirtækið áform um að bæta að minnsta kosti við einni nýrri þjónustumiðstöð á heimsvísu í hverri viku á næsta ári. Tesla hefur verið að þétta net þjónustumiðstöðva um allan heim í kjölfar aukinna sölu sem kalli á betri þjónustu við viðskiptavini.

Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríska bílaframleiðandans Tesla, tilkynnti nýlega að á næstu þremur til fjórum árum geti fyrirtækið hugsanlega hafið framleiðslu á rafhlöðum með lengri líftíma og allt að 50% meiri orkuþéttleika Orkuþéttleiki rafhlaðna í Tesla í dag er 260 Wh/gk en myndi aukast í 400 Wh/ kg ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir. Búist er við að þessar hugmyndir verði kynntar enn frekar á næstunni.

Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hafa rokið upp úr öllu valdi og hækkuðu um 300% á síðasta ári.Reistar hafa verið fleiri verksmiðjur í Bandaríkjunum og ný verksmiðja opnaði nýverið í Kína.