Innköllun á Nissan Juke og Nissan NV200

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 15 Nissan Juke bifreiðar og 2 Nissan NV200 sem framleiddar voru 2017. Í ljós hefur komið að mögulegur galli í kveikjusviss gæti valdið því að bifreiðin gæti drepið á sér í akstri.

Innkallaðar bifreiðar verða skoðaðar og skipt um svissbotn ef þurfa þykir. Eigendum þessara bifreiða verur tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.   

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.