Ísland úr takti við Evrópu

Toyota er sú bíltegund sem flestir nýir bílar seldust af á Íslandi á fyrra helmingi ársins eða 1.579 bílar. Í öðru sætinu er Kia (902) og Volkswagen í því þriðja (775). Í fjórða sæti er Suzuki (658) og í fimmta er Skoda (617).

Greinilegt er að Íslendingar hafa talsvert annan bílasmekk en flestar Evrópuþjóðir. Þar eru fimm söluhæstu tegundirnar Volkswagen, Renault, Ford, Opel og Peugeot en Toyota nær ekki inn á top tíu listann. Ætla mætti að bílasmekkur Íslendinga og Norðmanna væri ekki ósvipaðu vegna þess að ýmsar aðstæður eru svipaðar eða hliðstæðar. Og þegar betur er gáð, kemur í ljós að svo er einmitt. Volkswagen er mest selda tegundin í Noregi. Síðan koma Toyota, Nissan, Volvo og BMW.

Innan hverrar tegundar rúmast auðvitað mis margar gerðir bíla. Volkswagen Golf er vinsælasti og mest seldi bíllinn í Evrópu. Vinsældir Volkswagen sem tegundar eru mjög Golfinum að þakka en líka öðrum vinsælum gerðum, eins og  VW Passat, VW Polo, VW up!  og fleiri. Sömu sögu er að segja um aðrar tegundir á þessum tegundarlilstum, eins og t.d. Renault og Ford o.fl.Hjá Renault er t.d. Clio mjög vinsæll. Somuleiðis hafa nýjar gerðir Renault bíla verið að slá í gegn.

Svona líta tegundarlistarnir út fyrir Ísland, Noreg og Evrópu.

Ísland Noregur Evrópa
Toyota Volkswagen Volkswagen
Kia Toyota Renault
Volkswagen Nissan Ford
Suzuki Volvo Opel/Vauxhall
Skoda BMW Peugeot
Hyundai Ford Audi
Nissan Skoda BMW
Ford Mercedes Benz Mercedes Benz
Renault Audi Fiat
Opel Mazda Skoda
Mest seldu
gerðirnar hér
 
Toyota Yaris  
Kia Rio  
VW Golf  
Suzuki Grand Vitara  
Skoda Octavia  
Hyundai i10  
Nissan Qashqai  
Ford Fiesta  
Renault Clio  
Opel Corsa  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mest seldu bílgerðirnar í Noregi

1.  Volkswagen Golf.
2.  Tesla Model S.
3.  Toyota Auris.
4.  Toyota RAV4.
5.  Skoda Octavia.
6.  Toyota Yaris.
7.  Mitsubishi Outlander.
8.  Maxda CX-5.
9.  Nissan Leaf.
10. Volkswagen Passat.