Íslenski nýbílamarkaðurinn helfrosinn

http://www.fib.is/myndir/Mazda2-09.jpg
Mazda er meðal þeirra bíla sem minnst bila og endast best. Aðeins ein Mazda hefur verið nýskráð á Íslandi frá áramótum til 5. maí.

Bílainnflutningur er með allra minnsta móti um þessar mundir. Eftir bankahrunið sl. haust hrundi sala nýrra bíla gersamlega og er nú nánast við frostmark, rúmu hálfu ári síðar. Þegar rýnt er í tölur um bílainnflutning og –útflutning frá ársbyrjun til þessarar viku (5. maí) birtist nakinn sannleikurinn: Einungis 356 bílar hafa verið nýskráðir á tímabilinu.
http://www.fib.is/myndir/Hlutdeild.jpg
Toyota er lang vinsælasta tegundin en 95 Toyotur voru nýskráðar á tímabilinu 1. jan.-5. http://www.fib.is/myndir/Folksbilainnfl.jpgmaí í ár. Hlutdeild Toyotaumboðsins í heildar nýbílasölunni er þannig 27,2 prósent. Næst hæsta tegundin er Hyundai með 40 bíla, þá Honda með 37 bíla, Suzuki með 34, Ssangyong með 25 og Volkswagen með 21. Hlutur annarra tegunda er síðan rýrari og ýmsar tegundir sem seldust prýðilega á „bóluárunum“ seljast nú sáralítið eða jafnvel ekki neitt. Þær bílategundir sem ekkert hafa verið nýskráðar á Íslandi frá ársbyrjun eru Citroen, Isuzu, Lincoln, Porsche og Volvo og einungis einn bíll hefur selst af Land Rover/Rover, Mazda og Saab. Sjá nánar á meðfylgjandi töflum.