Íslenskt ökuskírteini ónógt í Flórída

Þeir sem hyggja á ferð til Flórída og akstur þar verða að geta framvísað alþjóðlegu ökuskírteini auk hins íslenska. Nýlega var lögum breytt þann veg í Flórída, að bílstjórar sem ekki eru með bandarískt ökuskírteini verða að vera með alþjóðlegt ökuskírteini auk ökuskírteinis sem út er gefið í landi viðkomandi. Með öðrum orðum getur Íslendingur ekki leigt sér bíl í Flórída frá síðastliðnum áramótum nema geta framvísað alþjóðlegu skírteini líka, en hingað til hefur íslenska skírteiniði dugað eitt og sér. Hið alþjóðlega skírteini má fá hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Í skýringum með hinum nýju reglum í Flórída segir m.a., að sé ökumaður stöðvaður án hins alþjóðlega skírteinis hafi lögreglumaður þá valkosti að handtaka hann og færa til fangelsis eða skrifa út kæru sem leiði sjálfkrafa til þess að hann verður að mæta fyrir rétt. mbl.is 14.2

Til að fá alþjóðlegt skírteini.

1. Umsækjandi þarf að mæta á skrifstofu FÍB, Skúlagötu 19 opin virka daga frá kl. 8.15 - 16.00,  sjá staðsetningu hér

2. Ein ljósmynd (passamynd 35 x 45 mm) ekki eldri en 3 ára. Myndin verður að vera á endingargóðum ljósmyndapappír, merkja og stimplalaus. 

3. Framvísa gildu ökuskírteini.

Verð kr. 840.-  fyrir félagsmenn FÍB

Verð kr. 1200.- ófélagsbundna

Afgreiðslutími er innan við 10 mín. 

Alþjóðlegt ökuskírteini gildir í 1 ár frá útgáfudegi. 

ATH. Ekki er hægt að sækja alþjóðlegt ökuskírteini fyrir annan aðila hjá FÍB, Sýslumaðurinn í Kópavogi afgreiðir alþjóðlegt ökuskírteini fyrir þá sem ekki eiga kost á að nálgast það sjálfir, t.d vegna dvalar erlendis. Sýslumenn víða á landsbyggðinni útbúa alþjóðlegt ökuskírteini,  http://www.syslumenn.is/

Íslensk ökuskírteini, eins og þau líta út í dag, eru viðurkennd til aksturs innan EES landanna (að teknu tilliti til reglna hvers lands um lágmarksaldur og einnig þarf sérstök réttindi þarf til aksturs í atvinnuskyni). Þetta á við hvort sem viðkomandi dvelur sem ferðamaður í viðkomandi ríki eða tekur upp fasta búsetu í því.

Upplýsingar um ökuskírteini á EES svæðinu má finna í ritinu Driving licences, European Union and European Economic Area:  Íslensk ökuskírteini, bls. 230-239.

Utan landa Evrópska efnahagssvæðisins eru reglur um viðurkenningu mismunandi. Í mörgum ríkjum er það viðurkennt til aksturs þegar viðkomandi dvelur þar sem ferðamaður. Nær undantekningalaust þarf viðkomandi að skipta í þjóðarskírteini viðkomandi ríkis taki hann upp fasta búsetu þar. Leiki vafi á hvort íslenskt ökuskírteini er viðurkennt til aksturs þegar viðkomandi dvelur sem ferðamaður í ríkinu er öruggast að hafa auk þess alþjóðlegt ökuskírteini (sýslumenn og FÍB gefa út alþjóðlegt ökuskírteini og er það gefið út til eins árs).

Passamyndir ehf, Hlemmi s. 551 1315 veitir félagsmönnum FíB 500 kr afslátt af myndatöku. Passamyndakassar eru bæði í Kringlunni og Smáralind. 

Nánar um International Driving Permit