Íslenskt vistvænt bílaeldsneyti

http://www.fib.is/myndir/CarbonRecycl-logo.jpg

Umhverfisráðuneytið og Stofnun Sæmundar fróða gangast fyrir stefnumóti eða fundi í fundarsal Þjóðminjasafnsins í dag, 3. des. um möguleika á því að framleiða vistvænt eldsneyti á Íslandi.

Fyrirlesarar á fundinum verða Ágústa Loftsdóttir verkefnisstjóri um vistvænt eldsneyti hjá Orkustofnun og K. C. Tran forstjóri Carbon Recycling International. Ágústa gefur yfirlit yfir þá möguleika sem til staðar eru í landinu til framleiðslu á vistvænu eldsneyti. K. C. Tran fjallar um framleiðslu fyrirtækis hans á metanóli úr koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjunum.http://www.fib.is/myndir/Carb.Recl.Int.jpg

Fundurinn hefst kl 12.00 og stendur til kl. 13.30. Hann er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fundaröðin sem ber heitið Stefnumót eru opnir fundir Umhverfisráðuneytis og Stofnunar Sæmundar fróða um umhverfismál.