Isuzu og Volvo gera með sér samkomulag í vörubílaframleiðslu

Vörubílaframleiðsla sænska bílaframleiðandans Volvo og Izuzu Motors í Japan hafa undirritað skuldbindandi samning sem felur það í sér að japanska fyrirtækið kaupir UD Trucks Volvo fyrir um 20 milljarða sænskra króna. Fyrirtækin bæði gáfu fyrir ári síðan út viljayfirlýsingu um hugsanleg kaup sem nú virðast komin í höfn.

Undirritunin sem gerð var í síðustu viku felur í sér að báðir aðilar gera með sér bindandi bindandi samninga um að mynda stefnumótandi bandalag innan atvinnubíla í því skyni að nýta tækifærin í yfirstandandi iðnaðarbreytingum og í samræmi við viljayfirlýsinguna sem undirrituð var í desember 2019. Samningurinn milli Volvo samstæðunnar og Isuzu Motors er ennfremur ætlað að byggja upp langtíma og öflugt samband á mörgum sviðum.

Í yfirlýsingu frá Volvo kemur fram að þessi viðskipti er háð ákveðnum skilyrðum og fara ekki endanlega í gegn nema með samþykki eftirlitsyfirvalda. Volvo gerir ráð fyrir jákvæðum áhrifum með þessum samningi.