Já­kvæð tákn á lofti fyr­ir neyt­end­ur á eldsneyt­is­markaði

Eins og flestir urðu varir við skall á eldsneytisverðstríð olíufélagana í gær á höfuðborgarsvæðinu. Verðið var tæpum tuttugu krónum lægra á lítrann en á þeim bensínstöðvum sem bjóða upp á næstlægasta verðið. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB,seg­ir að heims­markaðsverð á olíu hafi verið að gefa aðeins eft­ir að und­an­förnu og því komi verðstríðið á heppi­leg­um tíma.

„Það er aðeins meiri viðleitni til sam­keppni á markaðnum, sem er já­kvætt,“ sagði Run­ólf­ur um eldsneytis­verðstríð olíu­fé­lag­anna sem braust út á höfuðborg­ar­svæðinu í morg­un. Í sam­tali við mbl.is seg­ist Run­ólf­ur von­ast til þess að markaður­inn verði áfram á tán­um.

Hann seg­ir greini­legt að sú ákvörðun Atlantsol­íu að lækka verð á stöð sinni við Sprengisand, niður í hið sama og hef­ur um nokk­urt skeið verið í boði á stöð fé­lags­ins við Kaplakrika, hafi haft áhrif á aðra á markaðnum. Rót þessa liggi í Costco-áhrif­un­um á bens­ín­verð, en Atlantsol­ía lækkaði verð sitt til þess að bregðast við verðlagn­ingu Costco, hand­an við at­hafna­svæðið sem ligg­ur í Hafn­ar­fjarðar­hrauni.

Run­ólf­ur seg­ir þó já­kvæð tákn á lofti fyr­ir neyt­end­ur á eldsneyt­is­markaði.

 „Við erum að sjá að það eru komn­ir fleiri söluaðilar á markaðinn, til dæm­is Dæl­una sem er nýtt fyr­ir­tæki. Þau virðast vilja marka sér spor sem fé­lag sem sel­ur ork­una á lægra verði,“ sagði Runólfur. Umfjöllunina á mbl.is og ítarlegra viðtal við Runólf má nálgast hér.