Jaguar I-Pace bíll ársins 2020 á Íslandi

Jaguar I- Pace var valinn bíll ársins 2020 á Íslandi í gærkvöldi en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna sem stendur að þessu kjöri. Átta blaðamenn tóku þátt í að dæma bílanna að þessu sinni og var því hæstu heildarstig sem hver bíll gat fengið 960 stig.

BÍBB hefur staðið fyrir valinu á Bíl ársins frá árinu 2001 og er notast við stigakerfi í tólf flokkum líkt og hjá öðrum þjóðum. Gefin eru stig frá 0 og upp í 10, er því hámarks stigafjöldi hvers bíls 120 frá hverjum dómara. Þess má geta að áður hafði Jaguar I-Pace verið valinn heimsbíll ársins, rafbíll Ársins, hönnun ársins og bíll ársins í Evrópu

Í flokki rafbíla hlaut Kia e-Soul flest stig og í flokki jepplinga varð RAV4 í efsta sæti. Í jeppaflokknum hlaut Rexton flest stig og Í flokki stærri fólksbíla hlaut Peugeot 508 flest stig og flokki minni fólksbíla fékkToyota Corolla flest stig.

Niðurstaðan í heild varð þessi:

Minni fjölskyldubílar:
1. sæti - Toyota Corolla
2. sæti - Mazda 3
3. sæti - Volkswagen T-Cross
 
Stærri fjölskyldubílar:
1. sæti - Peugeot 508
2. sæti - Mercedes-Benz B
3. sæti - Toyota Camry
 
Jeppar
1. sæti - SsangYong Rexton
2. sæti - Jeep Wrangler
3. sæti - Suzuki Jimny
 
Jepplingar:
1. sæti - Toyota RAV4
2. sæti - Mazda CX30
3. sæti - Honda CR-V
 
Rafbílar:
1. sæti - Kia Soul EV
2. sæti - Hyundai Kona EV
3. sæti - Opel Ampera
 
Rafjeppar:
1. sæti - Jaguar I-Pace
2. sæti - Audi e-Tron quattro
3. sæti - Marcedes-Benz EQC