Jaguar I-Pace bíll ársins í Þýskalandi
Jaguar I-Pace bíll ársins í Þýskalandi en það voru 14 þýskir bílablaðamenn sem komust að þessari niðurstöðu um síðustu helgi. Þetta er mikill heiður fyrir breska bílaframleiðandann en þessi nýi rafbíll frá Jaugar hefur fengið frábæra dóma um allan heim.
I-Pace er rúmgóður fimm manna hljóðlátur og mengunarlaus fjölskyldusportbíll sem er um 4,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst og hefur háorkurafhlaðan allt að 480 kílómetra drægi við bestu aðstæður. Hönnun bílsins og staðsetning hjólanna skila framúrskarandi aksturseiginleikum.
I-Pace er búinn tveimur rafmótorum sem saman skila 394 hestöflum og 696 Nm togi sem skilar bílnum á tæpum 5 sekúndum í 100. Rafhlaðan er 90 kílówött og getur miðað við bestu aðstæður og ökulag skilað bílnum tæpa 500 km á hleðslunni. Hægt er að hlaða rafhlöðuna 80% á aðeins 40 mínútum. Hleðsla í 15 mínútur gefur um 100 km. Vegna snjalltækni I-Pace og þráðlausrar nettengingar getur I-Pace hlaðið sjálfkrafa niður nýjan hugbúnað Jaguar fyrir stjórnkerfi bílsins.