Jaguar I-Pace bíll ársins í Þýskalandi

Jaguar I-Pace bíll ársins í Þýskalandi en það voru 14 þýskir bílablaðamenn sem komust að þessari niðurstöðu um síðustu helgi. Þetta er mikill heiður fyrir breska bílaframleiðandann en þessi nýi rafbíll frá Jaugar hefur fengið frábæra dóma um allan heim.

I-Pace er rúm­góður fimm manna hljóðlát­ur og meng­un­ar­laus fjöl­skyldu­sport­bíll sem er um 4,8 sek­únd­ur úr kyrr­stöðu í 100 km/​klst og hef­ur há­orkuraf­hlaðan allt að 480 kíló­metra drægi við bestu aðstæður.  Hönn­un bíls­ins og staðsetn­ing hjól­anna skila framúrsk­ar­andi akst­ur­seig­in­leik­um.

I-Pace er bú­inn tveim­ur raf­mó­tor­um sem sam­an skila 394 hest­öfl­um og 696 Nm togi sem skil­ar bíln­um á tæp­um 5 sek­únd­um í 100. Raf­hlaðan er 90 kílówött og get­ur miðað við bestu aðstæður og öku­lag skilað bíln­um tæpa 500 km á hleðslunni. Hægt er að hlaða raf­hlöðuna 80% á aðeins 40 mín­út­um. Hleðsla í 15 mín­út­ur gef­ur um 100 km. Vegna snjall­tækni I-Pace og þráðlausr­ar netteng­ing­ar get­ur I-Pace hlaðið sjálf­krafa niður nýj­an hug­búnað Jagu­ar fyr­ir stjórn­kerfi bíls­ins.