Jaguar og Land Rover til Indlands?

The image “http://www.fib.is/myndir/Jaguar-XJ300.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Reuters fréttastofan greindi frá því á sunnudag að viðræður hæfust líklega í London í vikunni milli Ford og  indversku bílaverksmiðjunnar Tata um kaup Tata á Jaguar og Land Rover. Menn úr yfirstjórn Tata væru þegar komnir til London í þessum erindagerðum.

Önnur bílaverksmiðja í Indlandi og helsti keppinautur Tata; Mahindra & Mahindra Ltd. og tvö bandarísk fjárfestingafyrirtæki hafa einnig sýnt áhuga á Jaguar og Land Rover að því er Reuters hefur eftir Indverska dagblaðinu Hindustan Times.