Japanir vilja fjölga rafbílum

Japönsk stjórnvöld hafa það yfirlýsta markmið að stækka verulega hlut rafbíla í bílaflota landsmanna. Samkvæmt þessum áætlunum skal fimmti hver nýskráður bíll vera rafbíll eða tengiltvinnbíll eftir sjö ár, eða 2020. Til að svo geti orðið hafa Nissan, Mitsubishi, Honda og Toyota nú sameinast um það að reisa net hleðslustöðva um allt landið.

Drægi rafbílanna hefur ávallt og alla tíð verið helsti þröskuldurinn í í vegi þeirra. Þá gerir það málið ekki skárra að þegar rafhlöðurnar eru orðnar tómar ef hvergi er að finna hleðslustöð í nágrenninu. Þennan síðarnefnda þröskuld í vegi rafbílanna vilja Toyota, Nissan, Honda og Mitsubishi nú freista þess að lækka og japanska ríkisstjórnin ætlar að styðja framtak þeirra með samtals um 130 milljörðum ísl. kr.

Í dag munu vera um það bil 1.700 hraðhleðslustöðvar í Japan og um það bil þrjú þúsund hleðslustaðir með venjulegum 16 ampera innstungum. Bílaframleiðendurnir umræddu ætla að fjölga hraðhleðslustöðvunum upp í sex þúsund og hinum upp í 11 þúsund.