Jeremy Clarkson fuglahræða hræðir ökumenn

Christopher Hodgkinson, skólastrák í breskum smábæ hefur tekist að fá þá ökumenn sem aka í gegn um bæinn hans, til að hægja á sér  niður í löglegan hámarkshraða í gegn um þéttbýliskjarnann – 30 mílur á klst.

Það fór í taugarnar á honum hversu ökumenn brunuðu hratt gegn um bæinn hans þar sem hámarkshraðinn er einungs 30 mílur eða tæplega 50 km á klst. Hann bjó því til fuglahræðu (bílstjórahræðu?) sem hann stillti upp við veginn í útjaðri þorpsins. Fuglahræðan er í gulu endurskinsvesti, með leikfangahjálm sem líkist lögreguhjálmi á höfði og fés eða grímu sem líkist andliti Jeremy Clarkson úr TopGear sjónvarpsþáttunum, og heldur á hárþurrku.

http://www.fib.is/myndir/Clarkson-face.jpg

Hodgkinson er orðinn þjóðkunnur í Bretlandi fyrir þetta en það sem meira er. Honum hefur tekist með þessu að hægja á umferðinni gegn um þorpið því að ökumenn hægja allir á sér þar sem þeim virðist við fyrstu sýn sem fuglahræðan sé lögreglumaður með radarbyssu í hendi til að hraðamæla þá.

Jeremy Clarkson og félagar hans í TopGear, þeir James May og Richard Hammond hafa haft spurnir af fuglahræðunni góðu og gefið út leiðbeiningar til ökumanna telji þeir sig sjá Jeremy Clarkson standa úti í vegkanti við innkeyrslu inn í þorp og smábæi á landsbyggðinni. Leiðbeiningarnar eru svona:

1:            Hægðu á þér. Stansaðu og biddu um eiginhandaráritun eða um álit Clarkson á Opel Vectra frá síðari hluta tíunda áratugarnins.

2:            Aðgættu hvort Jeremy Clarkson standi eitthvað einkennilega. Ef Clarkson hefur svolítinn herðakistil þegar horft er á hann frá hlið er hann líklega hálf illa byggður úr pappa og gömlum fatnaði og er þá að öllum líkindum eftirlíking. 

3:          Ef Jeremy Clarkson er með gúmmíhanska á hendi eða með uppblásinn gúmmíhanska í stað mannlegrar handar er þetta trúlega ekki Clarkson.

4:          Ef Jeremy Clarkson er með hárþurrku í hönd hefur þú áreiðanlega verið plataður  með vel gerðri eftirmynd af honum.

5:          Er Jeremy Clarkson með ódýra brúna skó á fótum? Hinn raunverulegi Jeremy Clarkson meira fyrir mokkasínur þannig að trúlega er þetta ekki hinn rétti Clarkson.

6:          Er andlitið á Jeremy Clarkson úr pappír?  Andlit Jeremy Clarksons er úr skinni þannig að ef þú sérð að svo er ekki , nálgastu þá manninn af mikilli varfærni, því að líklegast er ekki um Jeremy Clarkson að ræða.