Jóladagatal Samgöngustofu

Jóladagatal Samgöngustofu hefur göngu sína í dag, 1. desember. Að þessu sinni verður spurt úr þáttunum Úti í umferðinni þar sem Erlen umferðarsnillingur rifjar upp helstu umferðarreglurnar.

Á hverjum degi birtist ný spurning sem hægt er að svara og um leið komast í verðlaunapott en tveir heppnir þátttakendur eru dregnir út á hverjum degi og fá þeir veglegan endurskinspoka sendan heim.

Auk þess geta þátttakendur merkt svör sín með nafni bekkjar og skóla en þannig kemst bekkurinn í sérstakan bekkjarverðlaunapott.

Að lokum verður svo einn heppinn bekkur dreginn út og hlýtur hann að launum nokkur skemmtileg borðspil, pítsuveislu og óvæntan glaðning fyrir umsjónarkennarann.

Allir eru hvattir til að taka þátt í jóladagatalinu, sem er í senn skemmtilegt og fræðandi.