Kanadískir neytendur frá greiddar bætur

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen samþykkti fyrir helgina að greiða kanadískum neytendum skaðabætur að upphæð 290 milljónum evra, sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sem upp komst 2015.

Forsvarsmenn Volkswagen viðurkenndu síðla árs 2015 að hafa komið fyrir sérstökum búnaði í 11 milljónum bíla sem dró úr útblæstri bílsins þegar verið var að mæla útblástur.

Hneykslið hefur haft talsverð áhrif á sölu á Volkswagen-bílum frá því að upp komst um svindlið. Fyrirtækið gerði sér þó alltaf grein fyrir því að þurfa að greiða fleiri milljarða evra vegna skandalsins.

Lögmenn neytenda í Kanada voru að vonum ánægðir með þessar málalyktir. Þeir töldu niðurstöðuna vera stóran sigur fyrir kanadíska neytendur. Forseti VW í Canada, Daniel Weissland vildi þakka viðskiptavinum VW þolinmæðina og af þessu máli verði dreginn lærdómur. Þetta sé ábending um að koma hreint fram í viðskiptum af öllu tagi.