Kaupendur standa frammi fyrir gríðarlegu tjóni

Kaupendur bíla sem áttu viðskipti við bílaleiguna Procar þar sem búið var að eiga við kílómetramælinn hafa miklar áhyggjur af endursöluverðmæti bílana. Þeir telja sig með svikna vöru undir höndum eftir viðskipti við Procar en eins og kom fram í gærkvöldi hefur Procar verið vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar.

Fram kom í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í kvöldfréttum RÚV að kaupendur þessara bíla standa frammi fyrir gríðarlegu tjóni. Þá kom fram í máli sérfræðings í neytendarétti að ekki sé útilokað að fara fram á riftun kaupa í einhverjum tilfella.

Runólfur Ólafsson segir að nú þegar liggi fyrir vitneskja um það að bílaleigan Procar sé búin að gangast við að hafa verið að eiga við alla þessa bíla, jafnvel fleiri, um það sé ekki vitað á þessari stundu. Bílar, sem hafa verið í eigu þessa umrædds fyrirtækis, hafa ákveðinn stimpil. Hann segir brot Procar skaða ímynd bílaleigufyrirtækja og eins bílgreinina í heild sinni. Málið í heild sinni væri grafalvarlegt Töluverður fjöldi hóps hafði samband við skrifstofu FÍB, vildi kanna stöðu sína í málinu og næstu skref.

Í viðtalinu við Runólf kom fram að hann telji ekki nóg að bjóða þeim sem keyptu bíla sem búið væri að eiga við bætur. Eina rétta leiðin að kaupin gangi til baka.

Hér má nálgast nánari umfjöllun um málið á RÚV.