Kia efst hjá J.D. Power í áreiðanleikakönnun

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu. Þetta er sjöunda árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Lúxusmerkin Lexus og Porsche eru í efstu sætunum en Kia er eins og áður segir efst yfir bílaframleiðendur í magnsölu.

Í könnun J.D. Power voru rúmlega 33 þúsund bíleigendur bíla árgerð 2018 spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi svipuð um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir síðustu þrjú ár. Könnunin var framkævmd í júlí til nóvember á síðasta ári. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðanda. Könnun J.D. Power þykir ein virtasta áreiðanleikakönnun í bílageiranum.