Kia EV6 Bíll ársins í Þýskalandi

Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022 í Premium flokki í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum. Kia EV6 hafði betur í baráttu við Volkswagen ID4, Audi Q4 e-tron, Skoda Enyaq og Hyundai Ioniq 5 í Úrvalsflokknum.

Þá var Kia EV6 í 2. sæti í flokknum Nýir orkugjafar. Kia EV6 var frumsýndur í Evrópu á dögunum. Kia EV6 rafbíll er með 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli.

EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 170 og 325 hestafla rafmótor. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn.