Kia og Ameríkubílarnir eflast í Evrópu

The image “http://www.fib.is/myndir/KiaSorento.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Kia gengur vel í Evrópu.
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins seldust 1.357.474 bílar í Evrópu. Það er 0,8% samdráttur miðað við sama tíma í fyrra. Þar sem bílasala jókst mest var á Íslandi en mest dróst hún saman í Póllandi. Mjög mikil söluaukning varð í bandarískum GM bílum, eða 60% og í Kia 58% miðað við sama tíma í fyrra.
Mesta söluaukningin varð á Íslandi eða 45%. Í öðru sæti kemur Danmörk með 23% aukningu og Lettland með 17%. Sömuleiðis var rífandi gangur í bílasölunni í Írlandi, Eistlandi og Litháen. Í þriðja sætinu á eftir hinum bandarísku GM og Kia kemur Smart en sala á þeirri tegund jókst um 31%. Verr gekk hjá móðurskipinu Mercedes Benz, þar varð samdráttur upp á 8%.
Meðal þeirra tegunda sem gekk vel má nefna BMW (+16,5%), Audi (+11%) og Skoda (+11%). Volvo var áfram á réttu róli og jók hlut sinn í Evrópu um 7%. Sömu sögu er ekki að segja af Saab. Þar varð samdráttur um 3,5%. Lang mestur samdráttur varð hjá MG-Rover sem nú er gjaldþrota, eða 31%. Næst mestur samdráttur varð hjá Jaguar, 24%. Næstir í röðinni yfir þá sem eru að tapa viðskiptavinum er Fiat ( -17%), Alfa Romeo (-19%) og Chrysler (-15%). Mazda sem var í verulegri uppsveiflu á síðasta ári kemur nú út með –10% og hjá Nissan er 5% samdráttur. Hjá PSA (Peugeot-Citroën) varð 4% samdráttur og hjá Ford í heild að Volvo frátöldum varð 4,4% samdráttur. Hjá GM er á hinn bóginn framgangur í Evrópu því að aukningin hjá GM er samtals 2,6% þrátt fyrir samdráttinn hjá Saab. Þar munar mikið um 3% vöxt hjá Opel/Vauxhall og 2% vöxt í Chevrolet.