Kia Sorento fær 5 stjörnur hjá NCAP

Nýr Kia Sorneto hlaut á dögunum hæstu einkunn hjá Euro NCAP fyrir framúrskarandi öryggi. Allar gerðir Sorento, Hybrid, Plug-in Hybrid og dísilútfærsla, hlutu toppeinkunn hjá evrópsku öryggisstofnuninni.

Kia Sorento fékk hæstu einkunn fyrir alhliða öryggisbúnað og fyrir sérlega sterkan undirvagn og yfirbyggingu. Þá má nefna að öryggi fullorðinna jafnt sem barna í bílnum þykir framúrskarandi samkvæmt niðurstöðu NCAP.

Verðlaunin hjá NCAP eru enn ein rósin í hnappagat Sorento sem hefur sankað að sér viðurkenningum síðan hann kom á markað í haust fyrir fallega hönnun, framúrskarandi aksturseiginleika og nú öryggi. Bíllinn var á dögunum kosinn Bíll ársins og Besti stóri fjölskyldubíllinn hjá Carbuyer. Kia Sorento er með sjö ára ábyrgð frá framleiðanda.