„Kiljans-Jaguar?“

Engu er líkara en hinir japönsku hönnuðir þessa bíl séu rækilega fastir í 60 ára gamalli fortíð. Japanski bíllinn Mitsuoka Viewt er nokkuð nákvæm en smækkuð mynd af samskonar Jaguar Mark II og Halldór Kiljan Laxness átti og nú er hluti minjasafnsins að Gljúfrasteini. En Jaguar er þetta ekki heldur er bíllinn í grunninn Nissan Micra.

Mitsuoka er japanskur bílaframleiðandi sem byggir gamaldags útlítandi bíla sem byggðir eru á tækni frá bílaframleiðendum eins og Nissan, Mazda og Hyundai. Mitsuoka Viewt er í grunninn Nissan Micra með 1,2 l, 80 hestafla bensínvél og stiglausri CVT skiptingu.

Innréttingin er að mestu frá Nissan Micra en búið að gera hana svolítið lúxuslegri með trélistum í mælaborði og hurðaspjöldum og leðuráklæði. Hingað kominn gæti þessi bíll kostað um 2,7 milljónir kominn á götuna. Söluumboð er ekkert til fyrir hann hér svo vitað sé, en í Bretlandi er umboð.