Kínverjar stórhuga í framleiðslu á rafmagnsbílum

Kínverjar ætla ekki að sitja hjá þegar kemur að framleiðslu á rafmagnbílum á næstu árum. Stjórnvöld þar í landi hafa stór markmið uppi til minnka mengun sem er hvergi meiri en á götum Kína.

Nú er áætlanir í gangi að framleiðsla á rafmagnsbílum í Kína verði um þrjár milljónir bifreiða og verði komin upp í sjö milljónir árið 2015 ef áætlanir ganga eftir.

Það sem af er þessu ári hafa verið framleiddir tæplega hálf milljón rafmagnsbíla sem er gífurleg aukning í samanburði við síðasta ár.

Stjórnvöld hafa lækkað álög  og skatta á þessa tegund bíla svo almenningur hafi betri tök á að eignast rafmagnsbíl. Það verður fróðlegt að sjá hvernig markaðurinn bregst við þessu í Kína.

Sala almennt á bílum á bílum í Kína á þessu ári hefur farið framúr áætlunum sem rekja má af stærstum hluta til að hagur almennings er að batna.

Útlit er fyrir að heildarsala bifreiða verði um 30 milljónir á yfirstandandi ári sem er tæplega helmingi meiri sala en á bílum í Bandaríkjunum á ársvísu.