Kínverjar urðu fyrstir

http://www.fib.is/myndir/BYD-rafbill.jpg
F3DM tvinnbíll - fyrstur á markað með líþíum rafgeyma.

Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur skýrir frá því í grein í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag 7. janúar, að Kínverjar séu komnir með tvinnbíl á markað. Bíllinn sem í raun er rafbíll með „ljósavél“ er með líþíum rafgeyma. Þetta er því fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í heiminum með líþíum rafhlöður og tveimur árum á undan samskonar bílum stórra framleiðenda eins og GM og fleiri. Kínverski raf/tvinnbíllinn heitir F3DM. Framleiðandinn er BYD, stærsti rafhlöðuframleiðandi Kína og næst stærstur slíkra í heiminum.

Jónas segir frá því í grein sinni að bíllinn, sem er svipaðrar stærðar og Toyota Corolla, hafi komið á markað í Kína í desember sl. og verðið sé um þrjár milljónir ísl. kr. Ekki sé ljóst hvort útflutningsverðið sé það sama. Bíllinn komist 100 km vegalengd og á allt að 160 km hraða á rafhleðslunni einni en þegar lækka tekur á geymunum fer 70 ha. ljósamótor í gang. 8-9 klst. taki að hlaða tóma rafgeymana en einungis10 mínútur að ná þeim hálffullum.

Hér og hér má lesa nánar um F3DM bílinn.