Kínversk eftirmynd GM-bíls

http://www.fib.is/myndir/CheryQQ.jpghttp://www.fib.is/myndir/Chevrolet_spark.jpg
Græni bíllinn er Chery QQ en sá blái Chevrolet Spark. Þeir eru óneitanlega mjög líkir.

Kínverski bílaframleiðandinn Chery sem er í eigu kínverska ríkisins hefur kynnt, m.a. í Bandaríkjunum, nýja gerð smábíls sem heitir Chery QQ. Gallinn er bara sá að hjá GM eru menn ekki mjög glaðir yfir nýja Kínabílnum því að hann er nánast nákvæmlega eins og bíll frá GM og heitir Chevrolet Spark – áður Daewoo Matiz.

Erlendir fjölmiðlar hafa eftir talsmönnum GM að teikningum af Chevrolet Spark/Daewoo Matiz hafi verið stolið úr verksmiðju GM í S. Kóreu. Sænska útvarpið greinir frá því að innan árs verði Chery QQ kominn í sölu í Bandaríkjunum og tekinn að keppa við upprunalega bílinn sem líklegast verði minnst 70 prósentum dýrari.

Netútgáfa kínverska dagblaðsins China Daily greinir frá því að GM hafi höfðað mál vegna stuldar á útliti bílsins þegar árið 2004 en það mál mun ekki útkljáð enn