„Köldustu“ bílarnir

Bílar eru á sinn hátt háðir tískusveiflum. Sumir verða vinsælir og seljast eins og heitar lummur meðan aðrir, sem vel geta verið ágætis bílar, seljast varla neitt og hverfa síðan tiltölulega fljótt. Þá er það nú svo að markaðurinn missir áhuga fyrir bílagerðum sem lengi hafa verið nánast óbreyttar og eru á útleið og ný gerð eða kynslóð væntanleg. En fyrir kemur líka að sumar gerðir bíla ná aldrei að vekja áhuga bílakaupenda og seljast illa frá upphafi – eru ískaldir – eins og það er stundum kallað.

Sænska bílatímaritið Vi Bilägare hefur tekið saman lista yfir þá bíla sem minnst aðdráttarafl hafa á sænska kaupendur nýrra bíla þessar vikurnar og sem sjaldnast voru nýskráðir á fyrsta fjórðungi þessa árs (janúar-mars). Listinn nær yfir bíla og bílagerðir sem hafa verið nýskráðar á umræddu tímabili allt frá einu sinni til tíu sinnum

Bílamarkaðurinn í Evrópu er nokkuð breytilegur eftir einstökum ríkjum og markaðssvæðum og í því ljósi ber auðvitað að skoða þennan sænska lista. Svíar hafa lengi verið mikil bílaþjóð. Nýir bílar eru þar hóflega skattlagðir við kaup og efnahagur almennings hefur lengstum verið bærilegur þannig að endurnýjun bílaflotans hefur lengstum verið það sem telja má eðlileg og jöfn. Vandaðir og fremur dýrir bílar hafa því verið hlutfallslega fleiri þar en t.d. í næstu nágrannalöndunum þar sem litlir og ódýrir bílar eru almennari.

Nokkrar bílategundir og –gerðir skera sig úr á þessum lista vegna þess hve nýskráningar á fyrstu þremur mánuðum ársins eru fáar. Þannig var t.d. einungis einn Citroën DS3 nýskráður, tveir Honda Accord, þrír Alfa Romeo Mito (sem í grunninn er Fiat 500), fimm Opel Adam, sex Mitsubishi Lancer, sjö Fiat Sedici (systurbíll Suzuki SX), sjö Fiat Punto og níu Peugeot 5008. Nýju sportbílarnir frá Toyota og Subaru, sem í grunninn eru sami bíll eru heldur ekki miklir sölubílar í Svíþjóð því að einungis einn Toyota GT86 og sex Subaru BRZ voru nýskráðir á tímabilinu. Þá hefur hvorki Opel Adam né hinn nýi Mini Paceman beint slegið í gegn heldur. Af Adam voru nýskráðir fimm og sex Mini Paceman.

1 skráning:          
Volvo C70
Toyota Verso-S (sjá mynd)
Toyota GT86
Opel Movano
Mercedes SL
Jaguar XJ
Hyundai H1
Fiat Coupe
Citroën DS3
 
2 skráningar:
Ssangyong Korando
Peugeot RCZ
Nissan 370 Z
Lamborghini (allar gerðir)
Lada (allar gerðir nema Niva)
Honda Accord
Bentley Continental
 
3 skráningar:
Peugeot Boxer
Opel Ampera
Mercedes Viano
BMW 6-serie
Alfa Romeo Mito
 
4 skráningar:
Seat Altea
Renault Laguna
Nissan GT-R
Mercedes SLK
Maserati (allar gerðir)
Citroën Jumper
Aston Martin (allar gerðir)
 
5 skráningar:
Opel Adam
Mercedes G-klass
Land Rover Freelander
Iveco Daily
Chevrolet Corvette
Cadillac Escalade
BMW I8
 
6 skráningar:
Subaru BRZ
Smart Forfour
Porsche Cayman
Opel Vivaro
Mitsubishi Lancer
Mini Paceman
Lada Niva
Jaguar F-Type
Chevrolet (allar gerðir nema Tahoe og Corvette)
Chevrolet Tahoe
BMW Z4
 
7 skráningar:
Mazda MX5
Fiat Sedici
Fiat Punto
Audi A8
 
8 skráningar:
Seat Mii
Peugeot Expert
Mazda5
Dodge (allar gerðir)
 
9 skráningar:
Peugeot 5008
Ferrari (allar gerðir)
BMW 7-línan
 
10 skráningar:
Ford Tourneo Courier
Ford Grand C-Max
Audi S6
Audi S3