Konur mega keyra í Sádi-Arabíu

Tímamót verða í Sádi-Arabíu í dag en þá mega konur þar í landi loks aka bílum. Áratuga banni verður aflétt og er búist við því að konur í þúsunda vís muni á næstu mánuðum gangast undir bílpróf.

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa um langt skeið verið undir miklum þrýstingi að aflétta banninu en þetta var eina landið í heiminum sem konum var bannað að aka bíl. Ljóst er að afnám bannsins muna hafa í för með sér miklar breytingar fyrir konur í landinu sem hafa fram að þessu reytt sig á einkabílstjóra eða skyldmenni til að komast á milli staða.

Konur í Sádi-Arabíu hafa fagnað þessum tímamótum innilega og segja að með þeim hafa þær öðlast frelsi sem þær hafa beðið eftir í allt of langan tíma. Konur hafa margar hverjar nú þegar gengist undir ökupróf en talið er að á næstum árum verði allt að þrjár milljónir kvenna komnar með bílpróf.

Í samtölum við konur í landinu í gær kom fram að margar hverjar ætla ennfremur að gangast undir mótorhjólapróf.