Kraftmesti vörubíll veraldar

http://www.fib.is/myndir/VolvoFH16.jpg
Volvo FH16.

Volvo vörubílaframleiðandinn í Svíþjóð hefur sett aflmesta fjöldaframleidda vörubíl heims á markað. Bíllinn er hugsaður fyrir allra mestu þungaflutninga og er með 16 lítra 700 hestafla vél. Snúningsvægið eða vinnslan er heldur ekkert smáræði – 3.150 Newtonmetrar við 2.600 snúninga á mínútu.

Heimskreppan hefur ekki farið framhjá vörubílaframleiðendum frekar en fólksbílaframleiðslunni og vonast Volvo til að nýi dráttarklárinn, sem hefur gerðarheitið FH16 muni örva vörubílasöluna hjá sér. Auk gríðarlegs vélarafls er ýmis sér- og þægindabúnaður í bílnum fyrir ökumanninn sem annars þarf að panta sérstaklega.

Vélin í bílnum er heilum 40 hestöflum öflugri en aflmesta vörubílsvélin hjá Volvo var hingað til. En þrátt fyrir aukið afl er nýja vélin sparneytnari en sú fyrri og gefur frá sér minna af mengunarefnum. Þannig blæs hún frá sér 40 prósent minna magni köfunarefnisoxíða en fyrri gerð og er hljóðlátari einnig.