Kynjamunur í akstri

Nánast enginn munur reyndist á viðhorfi þeirra sem svöruðu spurningunni hér á síðunni um hvorir væru betri ökumenn, konur eða karlar.

Alls svöruðu 1252 spurningunni og 49,9 prósent svarenda töldu karla betri ökumenn, en 50,1 prósent töldu konur betri ökumenn en karla.

Ekki er ólíklegt en að þetta endurspegli raunveruleikann allvel því að flestar rannsóknir sem við höfum spurnir af  benda ekki til þess að einhverskonar kynbundinn munur fyrirfinnist á hæfni fólks til að aka bílum. Hins vegar benda sumar rannsóknir til þess að karlmenn hafi stundum meiri trú á því að þeir séu afbragðs ökumenn en konur hafa en það er eins og gefur að skilja allt annað mál.

Hvorir eru betri og öruggari ökumenn?
http://www.fib.is/myndir/Konurbetri.jpg

Nú er komin ný spurning hér á FÍB vefinn. Hún tengist því að fjöldaframleiðsla er um það bil að hefjast á rafbílum og vel nothæfir rafbílar eru um það bil að koma í almenna sölu. Ísland hentar trúlega afar vel sem land fyrir rafbíla þar sem sjálfbær raforka er til staðar og ágætlega aðgengileg nánast hvar sem er á byggðu bóli.