Lada loks með eitthvað nýtt

http://www.fib.is/myndir/Lada-C-Genf.jpg
Lada C.


Undanfarinn áratug hafa Rússarnir hjá Lada-bílum verið iðnir að mæta á helstu bílasýningar í Evrópu og sýna sömu gömlu bílana sína, Lada Niva (Sport) og gamla fólksbílinn sem upphaflega var byggður á Fiat 125. En í Genf lítur út fyrir að stefnubreyting sé að verða. Í það minnsta gefur að líta þar ansi áhugaverðan bíl sem þeir kalla Lada C. Bókstafurinn C mun standa fyrir Concept og Coupé – hvorttveggja í senn.

Avtovaz, en svo heitir framleiðslufyrirtæki Lada, hefur fengið hóp ungra hönnuða til að hanna nýja C-bílinn í samvinnu við hönnunarfyrirtæki sem heitir Magna International og á m.a. þátt í hinum nýja Fiat Bravo.
The image “http://www.fib.is/myndir/LadaC-styri-lett.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Í Genf boða Rússarnir fleiri gerðir sem byggðar verða á sömu grunnplötu og þessi nýi hugmyndabíll. En sá bíll sem stendur á gólfinu í Genf þessa dagana er af svokallaðri coupé gerð sem þýðir tveggja dyra og með heilli gluggalínu á hliðum (enginn gluggapóstur milli glugganna) Hann er 420 sm langur, 180 sm breiður og 150 sm hár. Vélin er tveggja lítra að rúmtaki og hámarkshraðinn er sagður 210 km á klst. Grunngerð bílsins þegar framleiðsla hefst verður hins vegar með 1,6 l vél.

Þessi glænýja kynslóð Lada er að sögn evvrópskra bílablaðamanna sú fyrsta um mjög langan tíma sem gæti keppt af einhverri alvöru á vestrænum bílamarkaði í hönnun, öryggi og tæknibúnaði.