Lada ráðgerir framleiðslu herjeppa

http://www.fib.is/myndir/Kalashnikov.jpg

Rússneska bílaverksmiðjan Lada boðar nú framleiðslu á herjeppa. Búið er að hanna jeppann og byggja nokkrar frumgerðir. En þótt framleiðsla sé langt í frá hafin eru menn þó tilbúnir með nafn á bílinn - Kalashnikow skal farartækið heita eins og hinn fræga hríðskotabyssa. Nafnið er kannski ekki tilviljun því að Ladaverksmiðjurnar eru að stærstum hluta í eigu rússneska vopnasölufyrirtæksins Rosoboronexport sem einmitt verslar mikið með Kalashnikow.

Það var sovéski verkfræðingurinn Michail Kalaschnikow sem nú er 86 ára að aldri, sem hannaði og þróaði hríðskotariffilinn AK-47 eða Kalashnikow vopnið. AK 47 er mjög afkastamikið drápstól en mjög einfalt og ódýrt í framleiðslu og nánast hver sem er getur handleikið og notað vopnið fyrirvaralítið. Alls hafa til þessa verið framleiddir yfir 70 milljón AK-47 rifflar.
http://www.fib.is/myndir/LadaNiva.jpg
Gamli Lada sport með ítalskri andlitslyftingu