Lækkuð refsimörk áfengis í blóði í 0,2 prómill?

FDM í Danmörku, systurfélag FÍB, er andsnúið tillögu danska umferðarráðsins um að lækka refsimörk áfengir í blóði ökumanna niður í 0,2 prómill úr 0,5. Það eru einnig talsmenn stærsta ríkisstjórnarflokksins og stærsta stórnarandstöðuflokksins í umferðarmálum. Sjá FÍB frétt hér.

Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga á Íslandi er gert ráð fyrir því að lækka refsimörkin úr 0,5 í 0,2 prómill eins og Svíar hafa þegar gert. Hvert er álit þitt og annarra Íslandinga í þessu máli?  Sjá nýja spurningu hér til vinstri á heimasíðu FÍB.