Lagt til að neyðarbirgðir eldsneytis samsvari 90 daga notkun

Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, hefur kynnt í sam­ráðs­gátt á­form um frum­varp til laga um neyðar­birgðir elds­neytis. Sam­kvæmt frum­varpinu er á­formað að leggja skyldu á sölu­aðila elds­neytis að þeir við­haldi jarð­efna­elds­neytis­birgðum sem jafn­gildi notkun til 90 daga. Á­form um laga­setninguna eru opin til sam­ráðs til 9. febrúar næst­komandi.

Sam­kvæmt frum­varpinu er sölu­aðilum jarð­efna­elds­neytis gert að tryggja að­gengi hér á landi að birgðum til 60 daga en geta upp­fyllt allt að 30 daga með tryggingu í birgðum er­lendis.

Sam­kvæmt frum­varpi ráð­herra verður þessi birgða­skylda inn­leidd í nokkrum skrefum yfir nokkurra ára tíma­bil og myndi Orku­stofnun fara með eftir­lit með fram­kvæmd laganna.

Í sam­ráðs­gátt er bent á að í ís­lenskri lög­gjöf er ekki til­greindur aðili sem ber á­byrgð á að til séu neyðar­birgðir elds­neytis eða hversu miklar þær skulu vera. Þá er heldur engin krafa sett á stjórn­völd eða at­vinnu­líf til að halda uppi lág­marks­birgðum elds­neytis sem nýta mætti í að­stæðum sem tak­marka eða úti­loka af­greiðslu elds­neytis til Ís­lands.