Lancia hundrað ára

http://www.fib.is/myndir/Lancia-logo.jpg

Ítalska bíltegundin Lancia á 100 ára afmæli á þessu ári. Hátíðarhöld eru í þessari viku í heimaborginni Torino sem ná hápunkti um helgina með alþjóðlegu móti Lancia eigenda og aðdáenda. Sl. vor fór fram mikil skrúðkeyrsla sígildra Lancia bíla tvö þúsund kílómetra leið eftir endilöngum Ítalíuskaga í tilefni aldarafmælisins. Skrúðkeyrslan sl. vor stóð yfir í viku og lá leiðin frá Torino suður til Napólí og aftur til baka.

Í þessari viku safnast svo saman hundruð ef ekki þúsundir eigenda og aðdáenda Lancia-bíla og verða yfir 300 fornbílar þar til sýnis. Þeir sem nú eru á ferð á þessum slóðum geta litið hina 300 sögulegu Lancia bíla augum þar sem þeir m.a. munu standa í forgarði hallarinnar Palazzo dell´Arsenale sem hýsir herskóla Ítala. Þar mun gefa að líta margan sjaldséðan dýrgripinn kenndan við grískan bókstaf – mjög gamla bíla eins og Alpha, Gamma, Epsilon og Kappa auk gerðanna Lambda, Astura, Aprilia og Aurelia.


Þeir Lancia-eigendur sem mæta með bíla sína til hátíðarhaldanna í Torino í vikunni hafa nóg að sýsla því að auk kappaksturs á Mandria brautinni í Torino verður hópakstur á ýmsa sögulega staði í Piemonte-héraðinu, heimsókn í bílasafn Pininfarina og í Mirafiori bílaverksmiðjuna þar sem Lanciabílar eru byggðir auk funda með fyrir- og frægðarfólki úr bílageiranum á Ítalíu.

Hátíðarhöldunum lýkur á laugardag með því að allir Lanciabílarnir sem þátt taka í þeim aka í halarófu um Torinoborg og enda loks á aðaltorgi borgarinnar þar sem þeim verður stillt upp til sýnis. Loks skal þess getið að ríkisbílasafnið í Torinu hefur sett upp sérstaka Lancia-sýningu sem standa mun til 26. nóvember nk. Þar gefur að líta bíla frá 1914-1988, m.a. Lancia Theta frá 1914 og Lancia Delta HF Integrale 1988 sem vann í heimsrallinu tvö ár í röð.

The image “http://www.fib.is/myndir/LanciaAurelia.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.fib.is/myndir/Lancia-Tinni.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.Lancia Aurelia var byggð á árunum 1951-58. Þetta var fyrsti bíll bílasögunnar sem var með sambyggðri afturhásingu með drifi og mismunadrifi, gírkassa og kúplingu. Aurelia var frumkynnt á bílasýningunni í Torino árið 1951 sem fyrsti alvöru GT-bíllinn. Aurelia sigraði í Monte Carlo rallinu árið 1954. Vélin var í fyrstunni 75 ha. 2,0 lítra V6. Síðar kom 2,5 l 112 ha. V6 vél. Myndin til hægri er af Aurelia eins og Hergé, höfundur myndasögunnar um Tinna sér hann fyrir sér - og Tinna liggur mikið á.

http://www.fib.is/myndir/Lancia-flaminia.jpg
Lancia Flaminia var byggður á árunum 1957-70. Sportútgáfa þessa bíls nefndist Zagato. Vélin var 2,5 lítra 102ja hestafla V6. Síðar stækkaði hún í 2,8 l og 125 ha.

http://www.fib.is/myndir/LanciaFulviaCoupe.jpg
Lancia Fulvia var vinsæll bíll á árunum 1963-73. Bíllinn á myndinni er Fulvia Coupé sem byggður var á árunum 1965-76. Vélin var V4, 80-115 hö.

http://www.fib.is/myndir/LanciaAprilia.jpg
Lancia Aprilia var síðasti bíllinn sem Vincenzo Lancia hannaði en hann lést árið 1937. Bíllinn þótti tækniundur á sínum tíma og loftmótstöðustuðull hans var sérlega lágur, eða 0,47. Sjálfstæð fjöðrun var á hverju hjóli og skálabremsur voru ekki út við hjól heldur innundir miðjum bíl. Vélin var V4, 48 hö. Svipaður en aðeins minni bíll nefndist Ardennes og var byggður í Frakklandi auk Ítalíu.