Land Rover Defender bíll ársins hjá Top Gear

Land Rover Defender hafnaði í efsta sæti á úrslitakynningu Top Gear þar sem hann hlaut flest heildarstig dómnefndar og þar með hinn eftirsótta titil Bíll ársins 2020.

Auk aðalbikarsins hlaut Defender aukaverðlaunin fyrir sterklega og vel heppnaða hönnun og smíði. Eiginleikar Defender skipa honum á bekk með öflugustu og hæfustu bílunum í sínum flokki á markaðnum þegar tekist er á við krefjandi aðstæður á ferðalögum utan alfararleiða.

„Þetta er bíllinn sem fer allt,“ sagði kynnir Top Gear og til að sýna lesendum tímarits Top Gear og áhorfendum myndbands sem dómnefndin gerði til að sýna styrkleika bílsins voru þrír Defender hengdir í röð upp í krana þar sem sá efsti á línunni hélt hinum tveimur neðar í línunni.

Dómnefnd Top Gear var á einu máli um að hinn nýi Defender sé einn öflugasti bíllinn á götunni í dag og í raun „snilldararftaki upphaflegu goðsagnarinnar um Land Rover á 21. öldunni. Við erum búin að aka báðum útgáfum Defender við mjög erfiðar aðstæður í eyðimörkinni í Namibíu, með mismunandi búnaði og vélum, og allar gerðirnar stóðu sig alveg frábærlega við hvaða aðstæður sem er,“ sagði Jack Rix, ritstjóri tímarits Top Gear.