Landsþing á 80. afmælisári

29. landsþing FÍB var haldið sl. laugardag í nýrri starfsstöð félagsins að Skúlagötu 19 í Reykjavík. Félagið á um þessar mundir 80 ára afmæli og mótaðist þinghald nokkuð af þessu merkisafmæli samtaka íslenskra bifreiðaeigenda.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda var stofnað vorið 1932 í miðri kreppunni miklu. Bílar voru ekki almenningseign þá, heldur tæki sem aðeins þeir efnaðri höfðu ráð á að eignast. En stofnendur félagsins voru framsýnir. Þeir sáu fyrir sér það frelsi sem bíllinn veitir til hvers konar athafna; vinnu, ferðalaga og skemmtunar. Fyrstu baráttumálin voru m.a. að lagðir yrðu akfærir vegir um landið og að sómasamlegt vegasamband kæmist á milli allra helstu þéttbýlisstaða og byggða í landinu. Jafnframt að  bíleigendur gætu gengið að þjónustu við bílinn sem víðast og að eldsneyti yrði fáanlegt um allt land. Ferðamál, vegamál og umferðaröryggismál voru strax meðal megin baráttumála FÍB líkt og í dag.

FÍB vinnur nú, eins og ávallt áður að því að tryggja öryggi og hreyfanleika vegfarenda.  Íslenskt vegakerfi er víðfeðmt og um margt frumstætt. FÍB er talsmaður notenda vegakerfisins og hefur þorað að taka afstöðu til forgangsröðunar framkvæmda út frá öryggi og hagsmunum allra landsmanna. Félagið hefur einnig leitt baráttuna gegn nýjum

http://www.fib.is/myndir/Fundarmenn.jpg
Frá landsþingi FÍB sl. laugardag.
http://www.fib.is/myndir/Packardgal.jpg
Bíllinn á myndinni er Packard frá 1932,
stofnári FÍB. Eins og sjá má voru vegir
misjafnir í þá daga.

gjaldstofnun á umferðina í formi vegtolla. Þá veitir FÍB félagsmönnum sínum margháttaða þjónustu eins og starthjálp á köldum morgnum og aðstoð við hjólbarðaskipti. Hjá félaginu starfa lögmenn og tæknimenn sem veita félagsmönnum ráðgjöf og aðstoð í álitamálum sem tengjast bifreiðum og rekstri þeirra. Þá hafa félagsmenn  aðgang að hverskonar afsláttum og sérkjörum, ekki bara á Íslandi heldur líka á ferðalögum erlendis.

FÍB tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi evrópsku bifreiðaeigendafélaga innan heildarsamtaka þeirra FiA. Innan vébanda FiA er unnið öflugt starf til hagsbóta fyrir bifreiðaeigendur.  Öryggismál umferðarinnar hafa verið tekin fyrir með mjög markvissum hætti á liðnum árum til hagsbóta fyrir vegfarendur um víða veröld. Undir regnhlíf FIA eru samtök eins og Euro-NCAP, EuroRAP og EuroTAP. FÍB hefur ríkulegan hag af tengingunni við FIA sem nýtist félagsmönnum með ýmsum hætti. Hagsmunagæsla FIA fyrir hönd bifreiðaeigenda sem neytenda hefur skilað verulega auknu öryggi og neytendavernd á okkar markaðssvæði.

Á landsþinginu á laugardag var ný stjór FÍB kjörin. Hana skipa: Steinþór Jónsson formaður Reykjanesbæ, Ólafur Kr. Guðmundssin varaformaður Reykjavík, Ástríður H. Sigurðardóttir gjaldkeri Reykjanesbæ, Eiríkur Hreinn Helgason ritari Reykjavík, Viggó Helgi Viggósson Reykjavík, Árni Sigfússon Reykjanesbæ, Dagmar Björnsdóttir Reykjavík, Einar Brynjólfsson Rangárvallasýslu, Ingigerður Karlsdóttir Reykjavík og Jóhann Grétar Einarsson Seyðisfirði. Félagslegir skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Hannes Hjalti Gilbert Reykjanesbæ og Þórir B. Þorsteinsson Reykjavík.

Skýrslu framkvæmdastjóra er að finna sem PDF skjal hér.