Landsþing FÍB í lok næstu viku

Félag íslenskra bifreiðaeigenda boðar til landsþings laugardaginn 28. nóvember nk.

http://www.fib.is/myndir/ThorirEgill.jpg
Þórir Þorsteinsson og Egill Bjarnason á landsþingi FÍB 2007.

Rétt til setu á landsþingi sem fulltrúi með atkvæðisrétt eiga allir fullgildir félagar í FÍB sem eru skuldlausir við félagssjóð og hafa verið félagsmenn í a.m.k. 6 mánuði fyrir boðað landsþing.  Félagsmenn skulu tilkynna landsþingsþátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 25. nóvember í síma 414 9999 eða fib@fib.is.

Félagsmenn eru hvattir til þess að skrá sig til landsþings. Með því taka þeir virkan þátt í stefnumótun félagsins og hafa áhrif á verkefnaval þess og forgangsröðun. Hefur þú skoðun á hvernig félag FÍB á að vera? Ef svo er, skráðu þig á landsþingið. Með því hefur þú bein áhrif á félagið þitt stefnu þess, störf og markmið.