Langferða-Leaf

Nýjsta árgerð rafbílsins Nissan Leaf verður umtalsvert langdrægari en  2015 árgerðin og verður uppgefið drægi hans á hleðslunni 250 kílómetrar. Þar með verður Leaf langdrægasti rafbíllinn í sínum stærðarflokki.Orkurýmd rafhlöðupakkans í nýju árgerðinni verður 30 kWstundir á móti 24 kWstundum í þeirri eldri. Þar með  drægi bílsins orðið það gott að notagildi hans er tekið að ögra notagildi venjulegra bensínbíla.

Nýja geymasamstæðan er lítilsháttar þyngri en svipuð að umfangi og sú eldri. Það er fyrst og fremst ný tækni sem skilar auknum afköstum. Sú tækni er fólgin í innri hönnun rafhlaðanna og efnum eins og vetni, kolefnum og magnesíum í elektróðunum sem og annarri uppröðun geymaeininganna en áður.

Nissan ábyrgist endingu nýju 30 kWstunda rafhlöðukerfanna í átta ár eða 160 þúsund kílómetra. Hægt er að hlaða bílinn yfir nótt frá venjulegri heimilisinnstungu eða í hraðhleðslustöðvum Nissan og ON í og umhverfis höfuðborgarsvæðið og víðar. Ennfremur hefur stjórnbúnaður verið forritaður upp á nýtt og endurbættur þannig að meir og betur en áður er hægt að stjórna hleðslunni meðan bíllinn er í hleðslu á ýmsan hátt, t.d. að halda innanrými hans upphituðu eða kældu þannig að notandi komi að bílnum sem notalegustum til íveru þegar aka á af stað. En þótt stjórnbúnaðurinn gefi mun fleiri möguleika en áður, er hann samt einfaldari í notkun en áður var. Með búnaðinum má síðan finna og staðsetja hleðslustaði og fá að vita hvort þeir séu uppteknir eða ekki.