Langflestar nýskráningar í hreinum rafbílum

Nýskráningar fólksbíla eru 5,2% meiri það sem af er árinu, samanborið við árið á undan. Alls eru nýskráningar 14.197 en var á sama tíma í fyrra 13.491. Langflestar nýskráningar eru í hreinum rafmagnsbílum, hlutfall þeirra er 42,7%.

Mikil aukning hefur orðið í sölu á rafbílum en alls eru nýskráningar í þeim flokki orðnar 6.067 en var á sama tíma í fyrra 3.768. Aukningin nemur 42,7%. Næstflestar nýskráningar eru í hybrid-bílum og eru þær 2.732 það sem af er árinu sem er um 19,2% hlutdeild. Dísil-bílar koma í þriðja sætinu með 2.124 bíla sem er um 15% hlutdeild á markaðnum. Nýskráningar í bensín-bílum eru alls 1.723 og í tengiltvinnbílum 1.547.

Toyota er með flestar nýskráningar í einstökum bílamerkjum, alls 2.473 bifreiðar. Tesla er í öðru sæt með 2.242 nýskráingar og Kia kemur í þriðja sætinu með 1.716.