Langflestir hafa aldrei verið áfengismældir
Alls 731 svaraði síðustu spurningu okkar hér á FÍB vefnum en spurt var: Hefur lögregla stöðvað þig og gert áfengismælingu á þér (látið þig blása í blöðruna).
Gefnir voru sex svarmöguleikar:
Lang flestir eða 68,3% svarenda höfðu aldrei fengið að blása í blöðru hjá lögreglu en næst flestir eða 20,9% höfðu gert það fyrir þremur til fimm árum, í síðustu viku sögðu 4,7%, í fyrra sögðu 3,4%, fyrir ca. hálfu ári sögðu 1,5% og í síðasta mánuði sögðu 1,2%.
Ný spurning hefur nú verið sett á vefinn. Í henni eru talin upp ferns konar algeng umferðarbrot og spurt hvert þeirra fólk telji vera þeirra alvarlegast.