Langflestir nota einkabílinn til og frá vinnu

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg 3.- 30. júní í sumar kemur í ljós að 78,7% höfuðborgarbúa ferðast til og frá vinnu á einkabíl. Til samaburðar var einkabíllinn notaður af 71,5% borgarbúum árið 2020 og 2019 nýttu sér 76,9% einkabílinn. Könnunin leiðir ótvírætt í ljós að höfuðborgarbúar kjósa einkabílinn fram yfir aðra kosti.

Í könnuninni kemur enn fremur í ljós að 6,6% höfuðuborgarbúa ferðast oftast á reiðhjóli til og frá vinnu og er það örlítil fækkun frá árinu áður. Tæplega 1% höfuðborgarbúa nýtir sér rafmagnshlaupahjólið til að koma sér í og úr vinnu.

17,8 prósent vilja helst ferðast á reiðhjóli, samanborið við 27,6 prósent í fyrra og 18 prósent fótgangandi, samanborið við 20,4 prósent í fyrra. 8,8 prósent vilja ferðast með strætó en 8,3 prósent vildu ferðast með þeim hætti í fyrra. 3,1 prósent vilja helst ferðast á rafmagnshlaupahjóli.

Könnun Maskínu má nálgast hér.