Láttu ljós þitt skína!

Skammdegið er mesti slysatími þessa aldurshóps. Mikið liggur því við að fólk sé sýnilegt í umferðinn…
Skammdegið er mesti slysatími þessa aldurshóps. Mikið liggur því við að fólk sé sýnilegt í umferðinni.

Á sérhverju ári deyja yfir 800 börn, 15 ára og yngri, í umferðarslysum í Evrópu og 100 þúsund slasast. Hjólandi og fótgangandi börn eru sá aldurshópur sem er hættast við slysum í umferðinni, sérstaklega í skammdeginu. Skammdegið er mesti slysatími þessa aldurshóps. Mikið liggur því við að fólk sé sýnilegt í umferðinni.

FIA Foundation stofnunin hefur af þessu tilefni hrint úr vör átakinu Stay Bright! eða ,,Láttu ljós þitt skína.“ Einstök landsfélög innan Evrópudeildar FIA, systurfélög FÍB, hafa hafið átakið hvert með sínum hætti. Þau eru Frakkland (ACA), Bretland (IAM), Ítalía (ACI), Portúgal (ACP), Slóvakía (ASA), Danmörk (FDM), Litháen (LAMB), Belgía (TCB), Tékkland (UAMK), Noregur (KNA), Azerbæsjan (AMAK), Nígería (ATZN), Ungverjaland (MAK), Slóvenía (AMZS) og Búlgaría (UAB).

Markmið átaksins er að hvetja alla gangandi og hjólandi vegfarendur, börn og fullorðna að bera besta endurskinsbúnað úti í umferðinni og vera með réttan ljósa- og endurskinsbúnað á reiðhjólum sínum og láta þannig ljós sitt skína í vetrarmyrkrinu - vera vel sýnileg.  

Jacob Bangsgaard framkvæmdastjóri fyrsta svæðissambands FIA (Evrópa, Mið-Austurlönd og Afríka)  sagði þegar verkefnið var gangsett fyrr í haust, að góður endurskinsbúnaður væri lífsnauðsynlegur, ekki síst fyrir 8-12 ára börnin. Af slíkum búnaði nefndi hann skærlit endurskinsvesti, endurskinsfleti og -merki á fram- og afturhjólum reiðhjólanna og reiðhjólahjálmunum. Búið væri að framleiða hverskonar myndefni um slíkan nauðsynlegan endurskinsbúnað, gagnsemi hans og notkun. Allt það efni væri nú til frjálsra afnota fyrir bifreiðaeigendafélögin og alla þá aðra sem vilja legga hönd á plóg til slysavarna.   

 


Sérstakir stuningsmenn og erindrekar verkefnisins ,,Láttu ljós þitt skína“ eru Formúluökumennirnir Fernando Alonso, Valtteri Bottas, Jenson Button, Marcus Ericsson, Romain Grosjean, Esteban Gutiérrez, Kevin Magnussen, Felipe Massa, Daniel Ricciardo, Nico Rosberg, Stoffel Vandoorne, Max Verstappen, Sebastian Vettel and Alexander Wurz.

 Meira: Endurskinsbúnaður í verslun FÍB