Leggja þarf malbik að nýju á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu

Leggja þarf malbik að nýju á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Staðirnir sem um ræðir eru á Bústaðavegi, Reykjanesbraut við Vífilsstaði og á Gullinbrú í Grafarvogi.

Eins og áður hefur komið fram verður nýtt malbik lagt yfir kafla á Kjalarnesi á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga, þar sem tveir létust í umferðarslysi á sunnudaginn, um leið og aðstæður leyfa.  Á þeim kafla er nýlögn sem stenst ekki staðla og útboðsskilmála varðandi viðnám.

Fram kom í máli G. Pétus Matthíssonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, á Rás 2 í morgun að allt nýtt malbik væri varhugavert. Erfitt væri að benda á eitthvað eitt í því sambandi. Hann segir að ekki sé fyllilega vitað hvað olli slysinu.

Fram kom í viðtali viðtali við Bergþóru Þorkelsdóttir, forstjóra vegagerðarinnar á mbl.is, óumdeilt að yfirlögn á vegarkafla á Kjalarnesi hafi ekki uppfyllt kröfur vegagerðarinnar.

Vegagerðin fundaði með verktökum í gær og átti einnig fund með mótórhjólamönnum.