Leiðum út úr höfuð­borginni mögulega lokað í um sólar­hring

Veður­stofan hefur nú varað við slæmu veðri um allt land á morgun en appel­sínu­gul við­vörun hefur verið gefin út fyrir þriðju­dag og mið­viku­dag. Vega­gerðin hefur að auki til­kynnt víð­tækar lokanir um land allt næstu daga en búast má við að veðrið verði sem verst annað kvöld. Ekki úti­lokað að gefin verði út rauð veður­við­vörun

Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi á morgun, þriðjudag, til klukkan 13 á miðvikudag. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut.

Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring.