Lexus bestur í hugum Breta – Fiat verstur

http://www.fib.is/myndir/Skoda_logo.gifhttp://www.fib.is/myndir/Lexus_logo.jpg

Bestu bílamerkin að mati Norðmanna og Breta eru Skoda og Lexus.

Skoda er sá bíll sem Norðmenn eru ánægðastir með samkvæmt ánægjuvog sem nefnist Norsk Kundebarometer. Toyota var um langt skeið sú bíltegund sem Norðmenn dáðu hvað mest en nú hefur Skódinn tekið toppsætið. Toyota er komin í annað sæti og Audi er í því þriðja.

Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi en ný rannsókn JD Power & Associates sýnir að þar er Lexus sú bíltegund sem mests álits nýtur en Skoda er í öðru sætinu. Skódinn hefur í Bretlandi verið meðal þeirra bíla sem mest álits njóta í þrettán ár.

Í rannsókn JD Power eru bílunum gefin stig eftir svörum bíleigenda við spurningum sem lagðar eru fyrir þá. Meðaltal þessarar stigagjafar er 803. Meðal bíltegunda sem eru rétt ofan við meðaltalið eru Volkswagen, Nissan og Volvo en rétt neðan við það eru Ford, Land Rover og Hyundai sem unnið hefur sig upp úr einu af neðstu sætunum frá síðustu könnun JD Power. Fiat vermir botnsætið.
http://www.fib.is/myndir/JD_Power_UK_2008.jpg