Lexus í efsta sætinu fyrir frábæra hönnun

Í merkjakönnun sem breska bílatímaritið Auto Express stóð fyrir röðuð Lexus, Alfa Romeo og Kia sér í þrjú efstu sæti hvað ánægju snertir. Lexus, sem hafnaði í efsta sætinu, þótti sérlega vel hannaður og það skilaði honum í efsta sætið. Sex af tíu efstu bílategundunum komu frá Japan.

 Gæði Alfa Romeo, sem lenti í öðru sæti, lágu í frábærum aksturseiginleikum, vél og gírkassa. Þátttakendur í könnunni gáfu Kia, sem lenti í þriðja sætinu, góða einkunn fyrir þjónustu- og viðhald.

 Í samslagskönnun sem Auto Express stóð fyrir 2018 og 2017 lenti Lexus einnig í efsta sætinu.

 Samkvæmt könnun Auto Express  lentu eftirtaldir bílar í tíu efstu sætunum hvað ánægju snertir.

1. Lex­us 92,06%

2. Alfa Romeo 92,04%

3. Kia 91,54%

4. Mazda 91,51%

5. Skoda 91,36%

6. Su­baru 91,09%

7. Honda 90,97%

8. Suzuki 90,75%

9. Jagu­ar 90,72%

10. Toyota 90,54%