Lexusi lekið á Netið

Myndum og öðru kynningarefni um hinn nýja CT200 H sem frumsýndur verður í Genf í byrjun næsta mánaðar hefur verið lekið á Netið. Öllu efni um þennan bíl hefur verið haldið stranglega leyndu til að auka á frumsýningarspennuna í Genf en stíflan greinilega brostið.

http://www.fib.is/myndir/LexusCT1.jpg
 

Þessi nýi Lexus er tvinnbíll með samskonar vélbúnaði og nýi Priusinn. Hann var sýndur sem hugmyndarbíll á bílasýningunni í Frankfurt í september sl. og samkvæmt myndunum er sú framleiðsluútgáfa sem sýnd verður í Genf mjög svipuð frumgerðinni frá Frankfurt.

Lexusinn er verulega ólíkur Priusnum í útliti og minni um sig. Af þeim texta sem lesa má úr myndunum á Netinu er bensínvélin 1,8 l en hún og riðstraums-rafmótorinn knýja bílinn áfram, saman eða í sínu hvoru lagi eftir atvikum í gegn um stiglausa CVT sjálfskiptingu – E-CVT, eins og það nefnist. Háspennu-rafhlöðurnar eru eins og í Prius nikkel-málm rafhlöður og aksturseiginleikar sagðir afar góðir og vinnslan snörp.

Í kynningarefninu umrædda koma einnig fram upplýsingar um hvenær og hvar bíllinn verður fáanlegur til kaups. Samkvæmt því hefst móttaka pantana frá söluumboðum í aprílmánuði. Fyrsta bílarnir verða svo afgreiddir til kaupenda í maí.

http://www.fib.is/myndir/LexusCT4.jpg