Á þriðja hundrað brot voru mynduð á Sæbraut

Á miðvikudag og þriðjudag í þessari viki vaktaði lögreglan umferð sem ekið var austur Sæbraut yfir gatnamótin við Langholtsveg með hraða og rauðaljósamyndavél. En er þar er hámarkshraðinn 60 km.

Á tímabilinu vaktaði myndavélin 15.183 ökutæki. Meðalhraði þeirra var 56 km/klst. Af vöktuðum ökutækjum voru ljósmynduð 241 brot þar sem ökutækjum var ekið á 75 km/klst. hraða eða meira. Meðalhraði þeirra var 79 km og sá sem hraðast ók mældist á 94 km/klst.

Á þessu tveggja daga tímabili sem vöktunin stóð yfir ók eitt ökutæki gegn rauðu ljósi.